Verg lands­fram­leiðsla í Bret­landi jókst um 0,6% á fyrsta fjórðungi þessa árs sam­kvæmt bresku hag­stofunni sem er mun meiri vöxtur en spár gerðu ráð fyrir.

Í Við­skipta­blaði The Guar­dian í morgun er greint frá því að aukin eftir­spurn í þjónustu og meiri fram­leiðsla iðn­fyrir­tækja séu á­stæða þess að lands­fram­leiðsla tók við sér í byrjun árs.

„Bret­land er að kveðja efna­hags­kreppuna snögg­lega með sínum öflugasta fjórðungi síðan 2021,“ segir James Smith greiningar­aðila hjá Resolution Founda­tion í sam­tali við The Guar­dian.

Hins vegar benda allar hreyfingar á peninga­mörkuðum á að líkurnar á vaxta­lækkun í júní séu að minnka en sam­kvæmt Guar­dian eru um 48% líkur á að megin­vextir bankans verði lækkaðir í 5% og 52% líkur á að vextir verði ó­breyttir í 5,25%.

Í gær voru um 55% líkur á ó­breyttum vöxtum í júní­mánuði.