Kínverski tæknirisinn Xiaomi segir að fyrirtækið muni byrja að afhenda pantanir fyrir fyrsta rafbíl fyrirtækisins síðar í þessum mánuði. Gert er ráð fyrir að fyrsti rafbíll Xiaomi fari á göturnar þann 28. mars.

Xiaomi er stærsti snjallsímaframleiðandi í Kína og rekur 59 verslanir í 29 borgum um allt land.

Snjallsímafyrirtækið hefur hins vegar beygt inn á rafbílamarkaðinn og segist ætla að fjárfesta 10 milljörðum dala í bílaframleiðslu næstu tíu árin. Innkoma Xiaomi á þennan markað kemur á sama tíma og fyrirtækja eins og BYD og Tesla í Kína eiga í verðstríði.

Lei Jun, forstjóri Xiaomi, sagði á síðasta ári að það væri stefna fyrirtækisins að verða einn af fimm bestu bílaframleiðendum heims. Að sögn hans er hinn umræddi Speed Ultra (e. SU7) með ofurvélartækni og er hraðskreiðari en sumir Tesla og Porsche-rafbílar.

Hlutabréf Xiaomi hækkuðu um meira en 10% í Hong Kong eftir að tilkynningin barst.