Hagnaður Lands­bankans á fyrstu þremur mánuðum ársins 2024 nam 7,2 milljörðum króna eftir skatta, sam­kvæmt árs­hluta­upp­gjöri bankans.

Arð­semi eigin­fjár á tíma­bilinu var 9,3% saman­borið við 11,1% á sama tíma­bili árið áður.

Vaxta­munur sem hlut­fall af meðal­stöðu heildar­eigna nam 2,9% á sama tíma og vaxta­munur heimila var 2% og helst stöðugur.

Hreinar vaxta­tekjur bankans námu 14,4 milljörðum króna og hreinar þjónustu­tekjur voru 2,7 milljarðar króna.

„Það er merkur á­fangi að efna­hags­reikningur Lands­bankans er nú orðinn yfir 2.000 milljarðar króna að stærð sem er tvö­földun frá stof­nefna­hags­reikningi bankans árið 2008. Efna­hags­reikningurinn hefur stækkað jafnt og þétt og á fyrsta fjórðungi þessa árs nam aukningin tæp­lega 72 milljörðum króna. Stækkandi efna­hags­reikningur gerir okkur kleift að styðja enn betur við at­vinnu­líf og ís­lenskt sam­fé­lag. Öflug út­lána­starf­semi er grund­vallar­þáttur í rekstri bankans. Á þessu ári hefur verið lítil aukning í í­búða­lánum en meira um endur­fjár­mögnun. Fyrir­tækja­lán jukust jafnt og þétt og alls nam aukning þeirra á fjórðungnum um 30 milljörðum króna,” segir Lilja Björk Einars­dóttir banka­stjóri í upp­gjörinu.

Virðis­breytingar út­lána voru nei­kvæðar um 2,7 milljarða króna en þar af er um 2,0 milljarða króna safn­fram­lag vegna ó­vissu um fjár­hags­legar af­leiðingar náttúru­ham­fara á Reykja­nes­skaga.

Kostnaðar­hlut­fall bankans var 33,6% saman­borið við 33,3% á fyrsta fjórðungi ársins 2023.

Eigin­fjár­hlut­fall í lok tíma­bilsins var 24,9% en fjár­mála­eftir­lit Seðla­banka Ís­lands gerir 20,7% heildar­kröfu um eigin­fjár­grunn.

Heildararðsemi rétt yfir markmiðum

Lands­bankinn lauk við sölu á grænum skulda­bréfum að fjár­hæð 300 milljónir evra í mars­mánuði og var heildar­eftir­spurn rúm­lega sex­föld.

Í sama mánuði lauk bankinn við út­boð tveggja flokka víkjandi skulda­bréfa sem teljast til eigin­fjár­þáttar 2, annars vegar ó­verð­tryggðan flokk að fjár­hæð 3 milljarðar króna og hins vegar verð­tryggðan flokk að fjár­hæð 12 milljarðar króna.

„Fjár­mögnun bankans gekk sér­lega vel á fjórðungnum. Við gáfum bæði út víkjandi skulda­bréf í ís­lenskum krónum að fjár­hæð 15 milljarðar króna og 300 milljóna evru skulda­bréf, í báðum til­fellum á góðum kjörum. Nú í apríl fengum við þau á­nægju­legu tíðindi að al­þjóð­lega láns­hæfis­mats­fyrir­tækið S&P Global Ratings hefði hækkað láns­hæfis­mat bankans,“ segir Lilja.

„Arð­semi bankans gefur ei­lítið eftir en er ná­lægt lang­tíma­mark­miði. Helsta á­stæðan fyrir lægri arð­semi er sú að bankinn eykur var­úðar­fram­lag á fjórðungnum vegna náttúru­vá­rinnar í Grinda­vík. Það er mikil­vægt að bankinn hafi efna­hags­legan styrk til að takast á við af­leiðingar náttúru­ham­faranna og geti á­fram stutt við við­skipta­vini sína í Grinda­vík, líkt og hingað til. Við búumst við að heildararð­semin á þessu ári rétti sig af og verði yfir mark­miði bankans,“ segir Lilja.