Áttan er minning um tísku sem á sér enga afsökun en líka geggjaða tónlist. Ég kann vinsælustu lög ársins 1984 utan að og röðina á þeim. Og viti menn, áttan er að koma aftur. Árið 2024 verður augljóslega annað gullaldarár, enda er þversumman átta og samkvæmt allri speki eru það góðar fréttir!

Á árinu sem er að líða urðu mikil tímamót í rekstri Landsbankans. Bankinn kvaddi þúsundir fermetra í Kvosinni, þar á meðal gullfallegt hús að Austurstræti 11, og flutti sig um set. Við hönnun Reykjastrætis 6 settum við okkur það markmið að skipulag hússins myndi hvetja til samstarfs og samskipta og að vinnuumhverfið væri framúrskarandi þannig að starfsfólki bankans liði vel við störf. Það er skemmst frá því að segja að markmið með flutningum hafa gengið eftir og gott betur. Þrátt fyrir að bankinn starfi nú á um helmingi færri fermetrum en áður fer vel um alla og við erum farin að sjá árangur þess að boðleiðir styttast verulega. Það er líka ánægjulegt að sjá að rekstrarleg markmið með húsinu hafa náðst, rekstrarkostnaður hefur lækkað varanlega og fjárfestingin mun borga sig nokkuð hratt upp.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði