Milljarðamæringar víða um heim eyða svakalegum upphæðum í uppihald á glæsilegum risasnekkjum sínum eða hvorki meira né minna en 3 milljörðum bandaríkjadala á ári. Oft á tíðum eru þessar lúxussnekkjur lengri en heill knattspyrnuvöllur, með stórt kolefnisspor og hækka auk þess nánast aldrei í verði. Þrátt fyrir þetta eru milljarðamæringar í auknum mæli að eyða hluta af auðæfum sínum í þessar fljótandi hallir. Bloomberg greinir frá þessu .

Samanlagt verðmæti 25 verðmætustu risasnekkja í heimi nemur 7,5 milljörðum dollara eða 904,5 milljörðum íslenskra króna. Í frétt Bloomberg má sjá mynd þar sem hægt er að sjá ýmsar upplýsingar um hverja og eina af þessum 25 dýrustu risasnekkjum heims, meðal annars um eigendur, verðmæti og lengd snekkjunar.

Á þessu ári hefur verið fest kaup á um það bil 300 risasnekkjum í heiminum og hefur salan á þeim aukist en til marks um það seldust í heildina 249 risasnekkjur allt árið í fyrra.

Uzbekinn Alisher Usmanov, fyrrum hluthafi í enska knattspyrnuliðinu Arsenal, er eigandi þeirrar snekkju sem metinn er á hæstu fjárhæðina. Snekkjan hans sem ber heitið Dilbar er metin á 594 milljónir dollara og er 156 metrar að lengd.