Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti í morgun að hún hefði ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25%. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðarsdóttir, varaseðlabanki peningastefnu, gera grein fyrir ákvörðuninni á fundi sem hefst kl. 9:30.

Í yfirlýsingu sem nefndin sendi frá sér í morgun segist hún telja auknar líkur á því að núverandi aðhaldsstig sé hæfilegt til þess að koma verðbólgu í markmið innan ásættanlegs tíma.

Spenna í þjóðarbúskapnum sé þó meiri en áður var talið auk þess sem enn sé spenna á vinnumarkaði sem gæti ýtt undir launaskrið „sem gæti ýtt undir launaskrið með tilheyrandi áhrifum á verðbólgu“.

Ásamt Ásgeiri og Rannveigu verður Þórarinn Gunnar Pétursson, aðalhagfræðingur og framkvæmdastjóri sviðs hagfræði- og peningastefnu Seðlabankans á fundinum. Hann mun kynna efni nýs rits Peningamála sem birt var í morgun.