Fjármálaleikarnir 2024 fóru fram í marsmánuði en það voru nemendur í 10. bekk Vogaskóla sem fóru með sigur af hólmi í þessari árlegri landskeppni grunnskóla í fjármálalæsi. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, afhenti nemendum skólans verðlaun fyrir árangurinn.

Nemendur um allt land svöruðu 48 fjölbreyttum spurningum í netleik sem hannaður var með þekkingarramma PISA í huga. Spurningarnar snérust meðal annars um vexti á lánum og sparnað, um hvað tryggingar snúast, lífeyrismál, skyldur á vinnumarkaði og lykilhugtök í rekstri heimilis.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði