Sífellt fleiri fyrirtækjaeigendur í Oakland í Kaliforníu hafa tekið upp á því að neita að greiða skatta til yfirvalda í ljósi vaxandi glæpatíðni í borginni. Þeir munu ekki greiða skatta fyrr en borgarstjórnin nær að auka lögreglueftirlit og draga úr glæpatíðninni.

Viðskiptamiðillinn Small Business News segir einnig að viðskipti fyrirtækjanna hafi minnkað þar sem viðskiptavinir upplifa sig ekki sem örugga í hverfum borgarinnar.

Veitingastaðurinn La Perla Peurto Rican Cuisine á Fruitvale Avenue er einn þeirra staða sem hafa orðið fyrir miklum áhrifum vegna aukinnar glæpatíðni. Jose Ortiz, eigandi veitingastaðarins, segir að staðurinn hafi þegar verið rændur tvisvar og hefur fjöldi viðskiptavina dregist saman um 25%.

„Við leggjum til að borga ekki skatta til borgarinnar fyrr en við fáum þá þjónustu sem við eigum skilið. Við erum öll í sama báti í borginni Oakland og borgin þarf að gera eitthvað í málinu,“ segir Ortiz í viðtali við NBC Bay Area.

Ákvörðun fyrirtækjaeigenda um að greiða ekki skatta snýst ekki aðeins um mótmæli. Tekjumissir fyrirtækjanna er orðið stórt vandamál og hafa eigendur þurft að eyða meiri pening í öryggisbúnað og viðgerðir.