Hagnaður kínverska fjarskiptafyrirtækisins Huawei sexfaldaðist á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Samkvæmt fréttaflutningi WSJ spilaði aukin sala snjallsíma stórt hlutverk í þessari aukningu.

Fram kemur að hreinn hagnaður fyrirtækisins hafi verið um 2,70 milljarðar dalar miðað við 414 milljónir dala fyrir ári síðan. Tekjur Huawei jukust þá einnig um 37%.

Tölurnar koma í kjölfar útgáfu víðtækra gagna frá markaðsrannsóknarfyrirtækinu International Data Corp. Í síðustu viku sem sýndu að snjallsímasala Huawei í Kína hafði meira en tvöfaldast á fyrsta ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra.

Fyrr í þessum mánuði var greint frá því að árshagnaður Huawei Technologies hafi verið um 12 milljarðar, eða um 140% meiri miðað við sama tíma í fyrra. Hagnaðurinn var þá sá mesti síðan fyrirtækið byrjaði að birta sambærilegar tölur árið 2006.

Huawei sagði að vöxturinn hafi að mestu verið knúinn af aukinni sölu á rafeindatækni og skýjalausnum en fyrirtækið kom bandarískum yfirvöldum mjög á óvart þegar það gaf út snjallsímann Mate 60 pro.