Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur formlega hafið rannsókn á tæknifyrirtækinu Meta vegna meðhöndlunar á pólitísku efni og gruns um rússneskrar áhrifa.

Nefndin segist hafa áhyggjur af eftirlitskerfi Meta á meðan kosningar innan sambandsins eru yfirvofandi og vill hún kanna hvort fyrirtæki sé að beita sér gegn falsfréttum á miðlum sínum.

„Við erum með vel rótgróið ferli til að bera kennsl á og draga úr áhættu á kerfinu okkur. Við fögnum áframhaldandi samstarfi við framkvæmdastjórn ESB og munum veita þeim allar upplýsingar um vinnu okkar,“ segir í tilkynningu frá Meta.

Fyrirtækið er eitt af nokkrum tæknifyrirtækjum sem eru skilgreind sem mjög stórir netvettvangar (e. VLOPs) samkvæmt lögum sambandsins um stafræna þjónustu. Þessir vettvangar geta átt yfir höfði sér sektir sem samsvara rúmlega 6% af ársveltu sinni ef þeir uppfylla ekki kröfur um stjórnun á efni.

„Framkvæmdastjórnin hefur búið til leiðir til að vernda evrópska borgara gegn fölskum upplýsingum og misnotkun frá öðrum löndum. Ef okkur grunar um brot á reglum þá munum við bregðast við. Þetta á við á öllum tímapunktum, en sérstaklega á tímum lýðræðislegra kosninga,“ segir Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB.