Novo Nor­disk sendi frá sér já­kvæða af­komu­við­vörun í morgun vegna gríðar­legrar eftir­spurnar eftir sykur­sýkis- og þyngdar­stjórnunar­lyfjunum Ozemipic og Wegovy.

Danska lyfja­fyrir­tækið greindi frá því að tekjur væru ofar væntingum á fyrsta fjórðungi en Novo seldi lyf fyrir 65 milljarða danskra króna eða 1.306 milljarða ís­lenskra króna. Mun það vera um 24% tekju­aukning á milli ára.

Hagnaður Novo Nor­disk á fyrsta fjórðungi jókst einnig um 28% milli ára og nam 25 milljörðum danskra króna eða um 502 milljörðum ís­lenskra króna á gengi dagsins.

Sam­kvæmt af­komu­spánni býst Novo Nor­disk við því að tekjur munu aukast um 19% til 27% í ár í saman­burði við árið 2023. Fyrir­tækið býst einnig við því að rekstrar­hagnaður muni aukast um 30%.

Sam­kvæmt Financial Times hefur Novo Nor­disk verið að fjár­festa í að auka fram­leiðslu­getu sína til að mæta gríðar­legri eftir­spurn í Wegovy og Ozempic.

Enn eru vand­ræði í að­fanga­keðjunni en fé­lagið náði að auka fram­boð á Ozempic í janúar að nýju eftir að hafa þurft að hægja á fram­leiðslunni í maí í fyrra vegna vanda­mála í að­fanga­keðjunni.

Sam­kvæmt fyrir­tækinu fjölgar sjúk­lingum sem taka Wegovy um 25 þúsund í hverri viku í Banda­ríkjunum.