Flug­fé­lags­sam­stæðan IAG, sem heldur meðal annars utan um British Ariwa­ys, I­beria og Vueling, skilaði 68 milljóna evru rekstrar­hagnaði á fyrsta árs­fjórðungi sem er tölu­verð hækkun úr 9 milljónum evra árið áður.

Greiningar­aðilar höfðu spáð að rekstrar­hagnaður sam­stæðunnar yrði um 48 milljónir evra og er því af­koman tölu­vert yfir spám greiningar­aðila.

Í upp­gjöri IAG segir að flug­fé­lagið búist við að aukin eftir­spurn eftir ferða­lögum muni haldast út árið.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal búast evrópsku flug­fé­lögin Luft­hansa og Air France einnig við aukinni eftir­spurn í ferða­lögum í sumar.

Far­þega­fjöldi IAG jókst um 7% á fyrsta árs­fjórðungi í saman­burði við sama tíma­bil í fyrra.

Tekjur á hvern sætiskíló­metra jukust um 4,4% á fjórðungnum á sama tíma og hliðar­tekjur af hverjum far­þega jukust um 12%.

Hluta­bréfa­verð IAG hækkaði um 1,1% í fyrstu við­skiptum í morgun en gengi sam­steypunnar hefur hækkað um 19% á árinu.