Dýrasta einbýlishús landsins í fyrra er 539 fermetra eign, sem stendur við Sólvallagötu 14 í Reykjavíkur. Húsið var í eigu Valgerðar Franklínsdóttur, eiginkonu Andra Más Ingólfssonar, eiganda ferðaskristofunnar Aventura en hann átti áður Primera Air og Heimsferðir. Kaupandinn var bandaríska sendiráðið og nam kaupverðið 450 milljónum króna. Nýta á húsið sem sendiherrabústað.

Viðskiptin voru nokkuð sérstæð að því leyti sumarið 2020 var gerður samningur um kauprétt sendiráðsins á húsinu. Greiddi sendiráðið 20 milljónir króna fyrir réttinn, sem það virkjaði á fyrri hluta árs 2021. Húsið við Sólvallagötu, sem byggt var árið 1928, var teiknað af Einari Erlendssyni, fyrrverandi byggingafulltrúa Reykjavíkur og húsameistara ríkisins. Einar var afkastamikill arkitekt og teiknaði m.a. húsið við Kirkjustræti 2, sem oft er kennt við herkastalann, sem og Fríkirkjuveg 11, sem nú er í eigu félags Björgólfs Thors Björgólfssonar. Einar teiknaði einnig Gamla bíó við Ingólfsstræti og Austurstræti 14.

Húsið við Sólvallagötu 14 var endurgert að innan og utan á árunum 2017 til 2018 og voru innréttingar hannaðar af Rut Káradóttur.

Næst dýrasta einbýlishúsið er ...

Fjallað er um dýrustu einbýlishúsin í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér . Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Greint er frá kaupverði helmingshlutar í Annata sem fjárfestahópur leiddur af VEX framtakssjóði festi kaup á fyrr á árinu.
  • Hópur starfsmanna Landsbankans telur að skylduaðild í Lífeyrissjóð bankamanna kunni að stangast á við lög.
  • Fjallað um áhrif stríðsins í Úkraínu á eignasöfn íslenskra vísisjóða.
  • Fjárfestar og fyrirtæki hafa í auknum mæli tekið sér stöðu með styrkingu krónunnar í gegnum framvirka samninga.
  • Íslenski menntasprotinn Mussila hefur gefið út enska lestrar- og málörvunarappið Mussila WordPlay.
  • North Tech Energy vill setja upp jarðvarmavirkjanir úti á sjó.
  • Fjölmiðlarýnir fjallar um lóðaskort og einkennilega umfjöllun um sjávarútvegsmál.
  • Runólfur Þór Sanders, nýr fjármálastjóri S4S, ræðir nýja starfið, golfáhugann og ýmislegt fleira.
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað, auk Týs sem fjallar kaup á bílum og hlutabréfum.
  • Óðinn skrifar um laun ríkisstarfsmanna, nýtt sendiráð og sóun á skattfé.