Gróa Björg Baldvinsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnarhátta og gæðamála hjá Skeljungi, hefur sagt starfi sínu lausu. Þetta kemur fram í tilkynningu sem félagið sendi frá sér í kvöld.

Gróa hefur starfað hjá Skeljungi frá árinu 2017 í margvíslegum störfum, þar á meðal sem yfirlögfræðingur félagsins, regluvörður og ritari stjórnar. Frá árinu 2019 hefur hún setið í framkvæmdastjórn félagsins, nú síðast sem framkvæmdastjóri stjórnarhátta og gæða, mannauðs og menningar.

Áður starfaði Gróa sem lögmaður hjá Landslögum lögfræðistofu á árunum 2011-2017. Gróa er með BA og MA gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún er einnig með málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi.

Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs:

„Undanfarin ár hefur Gróa Björg  verið einn af lykilstarfsmönnum félagsins og verið virkur þátttakandi í stefnumótun og rekstri þess. Við þökkum Gróu fyrir samstarfið og óskum henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.“