11,9 milljarða króna heildarvelta var á viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Þar af var um 10,5 milljarða velta á viðskiptum með skuldabréf og 1,4 milljarða velta á hlutabréfaviðskiptum á Aðalmarkaði.

Á Aðalmarkaði hækkaði gengi allra bréfa nema hjá tveimur félögum, N1 og Össuri. Bréf í N1 lækkuðu um tæpt prósentustig og bréf í Össuri um 0,12%. Mesta hækkun var á gengi Icelandair Group eða um 2,36% en næstmest hækkaði gengi bréfa í Sjóvá um 1,44%.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,62% í dag og stendur lokagildi hennar nú í 1.378,16.