Um 40% af útflutningstekjum Alcoa Fjarðaáls verða eftir í landinu. Árið 2009 flutti Alcoa Fjarðaál út ál fyrir tæplega 600 milljónir dollara, sem svarar til 75 milljarða króna miðað við gengi dollars í desember 2009. Verðmæti útflutnings nam því 1,4 milljörðum króna á viku eða um 200 milljónum króna á dag. 40% af útflutningi samsvara 30 milljörðum króna á ári eða 560 milljónum á viku.

Alcoa Fjarðaál keypti vörur og þjónustu á Íslandi fyrir 13 milljarða króna á Íslandi árið 2009. Að auki kaupir Alcoa Fjarðaál um 5 þúsund gígavattstundir af raforku frá Kárahnjúkavirkjun á ári en til samanburðar var rafmagnsnotkun almennra raforkunotenda á Íslandi tæplega 3.560 gígavattstundir árið 2009.