Árið 2008 voru 748 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta sem er 18% meira en árið 2007 þegar 633 fyrirtæki voru úrskurðuð gjaldþrota.

Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands í dag en Hagstofan mun framvegis birta tölur yfir gjaldþrot fyrirtækja mánaðarlega.

Þá kemur fram að eftir bálkum atvinnugreina voru flest gjaldþrot eða 166 í Heild- og smásöluverslun, viðgerðum á vélknúnum ökutækjum, 150 fyrirtæki í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð voru tekin til gjaldþrotaskipta og 71 fyrirtæki í framleiðslu.

Sjá nánar vef Hagstofunnar.