Í útboði Haga hf. sl. nóvember var Sverri E. Eiríkssyni og fyrirtæki hans neitað um 100 milljóna króna hlut sem hann skráði sig og fyrirtæki sitt fyrir. Arion banki sá um skráninguna og neitaði þessari umsókn á þeim forsendum að kaupandinn væri skráður með lögheimili erlendis.

Kærunefnd komst að þeirri niðurstöðu að Arion banki skyldi afhenda Sverri þá hluti sem hann skráði sig fyrir m.t.t. hlutfallslegrar skerðingar sakir umframeftirspurnar þar sem hann væri með íslenska kennitölu.

Niðurstaða kærunefndar kom Arion banka á óvart sem taldi túlkun bankans á lögunum vera í samræmi við evrópska framkvæmd. Málið mun því fara fyrir dómstóla.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.