*

þriðjudagur, 18. júní 2019
Innlent 12. október 2018 10:13

Ábyrgðin fellur ekki á Heimsferðir

Tæplega tveggja milljarða króna sjálfskuldarábyrgð Heimsferða vegna Primera air er ekki lengur fyrir hendi.

Ritstjórn
Andri Már Ingólfsson, forstjóri og eigandi Primera Travel Group.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Primera air sem varð gjaldþrota í síðustu viku var systurfélag ferðaskrifstofunnar heimsferða enda tilheyra þau bæði Primera Travel Group sem er í eigu Andra Más Ingólfssonar. Í frétt á túristi.is kemur fram að félögin hafi einnig tengst með þeim hætti að í ársreikningi Heimsferða fyrir síðasta ár hafi komið fram að á ferðaskrifstofunni hvíldi sjálfskuldarábyrgð upp á 1.670 milljónir króna. 

Hefur þessi ábyrgð farið hækkandi á síðustu árum og hefur hækkað um 1190 milljónir króna milli 2015 og 2017. Samkvæmt frétt túrista staðfestir Tómas J. Gertsson, forstjóri Heimsferða hins vegar að fyrrnefnd ábyrg sé ekki lengur fyrir hendi. Túristi fékk því hins vegar ekki svarað hvernig á þessu stæði. Að sögn Tómasar sé fjárhagsstaða Heimsferða nokkuð góð þrátt fyrir töluverða umræðu um fjárhag ferðaskrifstofa Primera Travel Group í Svíþjóð og Danmörku kjölfarið á gjaldþroti Primera air. 

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is