Bæjarráð Akranes hefur samþykkt að ganga til samninga við Orkuveitu Reykjavíkur um lagningu ljósleiðaranets um Akranes. Er stefnt að því að lagningu netsins verði lokið innan tveggja ára og þá verði öll hús á Akranesi tengd við netið.

Þetta kemur fram í héraðsfréttablaðinu Skessuhorni en um nokkurt skeið hefur verið skoðaður sá möguleiki að koma á öflugu gagnaflutninganeti á Akranesi sem væri þá ætlað að þjóna bæði einstaklingum og fyrirtækjum.