Atvinnuleysistölur í Bandaríkjunum benda til að það sé komið niður í 5,9%, líkt og það var í júlí 2008. Atvinnumálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að atvinnuveitendur hafi bætt við sig 248.000 starfsmönnum í seinasta mánuði.

Tölurnar benda til þess að Bandarískt efnahagslíf sé farið að taka hressilega við sér eftir erfið ár og hefur það leitt til vangaveltna um að bandaríski seðlabankinn muni hækka stýrivexti, sem hafa verið nálægt 0% síðan 2008.

Fréttir af minnkandi atvinnuleysi hafa haft jákvæð áhrif á markaði en Dow Jones vísitalan hækkaði um 100 stig í kjölfar þeirra.