Bókabúðirnar Barnes & Noble hefur sent frá sér afkomuviðvörun þar sem kemur fram að tap keðjunnar verði tvöfalt meira en spár gerðu ráð fyrir. Einnig er gert ráð fyrir að skipta fyrirtækinu upp í tvennt, þ.e. aðgreina rafræna sölu bóka í gegnum lestölvuna Nook og svo rekstur bókaverslana. Hlutabréf í Barnes & Noble hrundu um 17% sama dag og afkomutilkynningin var gefin út.

Á síðustu 15 árum hafa verslanakeðjur á borð við Barnes & Noble, Borders og Circuit City þurft að lúta í lægra haldi fyrir sölu á bókum, geisladiskum og öðrum vörum á netinu. Svar Barnes & Noble við samkeppni frá Amazon.com var aukið framboð í netverslun fyrirtækisins sem og þróun á lestölvunni Nook. Nú eyðir Barnes & Noble meira í auglýsingar á Nook heldur en auglýsingar á bókaverslununum sjálfur og er auglýsingakostnaðurinn sífellt að aukast. Þetta kemur fram í Wall Street Journal.