Verktakafyrirtækið KNH er nú komið á fulla ferð við gerð Suðurstrandarvegar á milli Krísuvíkurvegar og Þorlákshafnar. Sævar Óli Hjörvarssonar byggingarstjóri segir nú unnið á vöktum alla daga vikunnar.

„Við erum með allt í botnkeyrslu og ef veðrið helst gott þá erum við í góðum málum. Landið er þó dálítið erfitt, hraun og sandur."

KNH átti lægsta tilboðið í gerð Suðurstrandarvegar og bauð 697 milljónir króna í verkið eða 73,5% af kostnaðaráætlun sem var 949 milljónir króna. Sævar segir KNH eitt fárra verktakafyrirtækja sem séu með góða verkefnastöðu um þessar mundir.

„Það starfa nú um 70 manns hjá okkur og við erum sennilega eina verktakafyrirtækið á landinu sem hefur bætt við sig mönnum að undanförnu," segir Sævar.

KNH átti lægsta tilboðið í gerð Suðurstrandarvegar og buðu 697 milljónir króna í verkið eða 73,5% af kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar sem var upp á 949 milljónir króna.