Creditinfo gerði tilboð í Capacent við gjaldþrot síðarnefnda félagsins og því var hafnað en reksturinn svo seldur félagi í eigu starfsmanna Capacent. Fréttatíminn segir sig hafa heimildir fyrir því að tilboð Creditinfo hafi verið tíu sinnum hærra en tilboð starfsmannana. Rakel Sveinsdóttir, hjá Creditinfo, staðfestir við blaðið að tilboðinu hafi verið hafnað en tjáir sig ekki um stærð þess.

Guðný Helga Brynleifsdóttir, skiptastjóri þrotabús GH1 sem var nafn Capacent þegar það varð gjaldþrota, segist við Fréttatímann munu krefjast riftunar á kaupsamningi þar sem hún hafi gögn um að tvö margfalt hærri tilboð hafi borist í GH1 en verið hafnað. Hitt tilboðið mun hafa verið frá fyrrum framkvæmdastjórum hjá Íslandsbanka. Þá hefur Guðný Helga óskað eftir lögbanni á notkun nýrra eigenda á nafni Capacent og auk þess lögreglurannsóknar á kaupunum.