Lögmannsferill Karls Axelssonar hæstaréttarlögmanns hófst árið 1993 þegar hann öðlaðist réttindi sem héraðsdómslögmaður. Hann þykir einn fremsti lögmaður landsins en samhliða lögmannsstörfum hefur hann kennt við lagadeild Háskóla Íslands allt frá árinu 1992, fyrst sem stundakennari. Á síðustu misserum hefur Karl einkum verið áberandi sem verjandi Baldurs Guðlaugssonar, fyrrum ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins.

Mál Baldurs hefur ítarlega verið rakið í fjölmiðlum frá árinu 2009 og Karl svarað fyrir um­ bjóðanda sinn bæði í dómsal og í fjölmiðlum.

Karl hóf störf hjá Lögmanns­ stofunni LEX í byrjun árs 2005. Hann er einn eigenda stofunnar og gegnir stöðu stjórnarformanns. Hann situr einnig í stjórn nokkurra hlutafélaga. Meðal annars er hann varamaður í stjórnum Íslensks sements ehf. og Sementsverk­smiðjunnar á Akranesi, auk þess sem hann er meðstjórnandi Valsmanna hf.

Nánar er fjallað um Karl Axelsson í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.