Efling starfsemi bankans í Bretlandi eru góðar fréttir fyrir Straum-Burðaráss í ljósi yfirlýstrar stefnu bankans um eflingu grunntekjuþátta og að verða leiðandi fjárfestingabanki í Norður-Evrópu innan 5 ára, segir greiningardeild Glitnis.

Í morgun tilkynnti Straumur-Burðarás um kaup á 50% hlut í breska ráðgjafafyrirtækinu Stamford Partners en auk þess hefur fjárfestingarbankinn áform um að stofna útibú í London, sem mun í fyrstu stunda útlánastarfsemi, með áherslu á sambankalán.

?Þá mun þetta enn fremur auka alþjóðlega tekjudreifingu bankans. Stofnun útibúsins gefur kaupunum á Stamford aukin slagkraft og gefur fyrirheit um góðan vöxt starfsemi Straums-Burðaráss á Bretlandseyjum," segir greiningardeildin.