Aðdáendur bókanna og sjónvarpsþáttanna Game of Thrones geta látið sem þeir séu persónur af holdi og blóði. Það er reyndar að segja þeir sem hafa efni á slíkum trakteringum. Breska dagblaðið The Herald telur upp níu staði í Evrópu þar sem brot úr þáttunum hafa verið tekin upp.

Fyrir þá sem ekki sitja á fúlgum fjár skal bent á að Vatnajökull er á meðal staðanna sem taldir eru upp í blaðinu. Blankir og bíllausir geta skellt rýjamottunni oní tösku með tjaldinu og svefnpokanum og drifið sig austur í Skaftafell með rútu. Þar geta þeir þóst vera vera einhver karakter úr bókunum fyrir lítinn pening.

  1. Kalksteinsboginn við bæinn Saint Lawrence á Möltu
  2. Mdina-borg á Möltu
  3. Dubrovnik í Króatíu
  4. Ballintoy á Norður-Írlandi
  5. Ward-kastali á Norður-Írlandi
  6. Sandy Brae í Bretlandi
  7. Carncastle í Bretlandi
  8. Vatnajökull
  9. Essaouira í Marokkó