Í ræðu Gunnlaugs M. Sigmundssonar, stjórnarformanns Icelandair, á aðalfundi félagsins í dag kom fram að samfara því að félagið þarf að meta hvað búast megi við mikilli aukningu í fjölda farþega til landsins á komandi árum, blasir við það stóra verkefni að endurnýja þarf flugflotann eftir sex til sjö ár.

„Endurnýjun flugflota er verkefni sem tekur langan tíma og margt sem þarf að skoða vel og vandlega. Vinna við skoðun á mögulegum flugvélakosti fer af stað með auknum þunga á yfirstandandi ári," sagði Gunnlaugur.