Samningur um rekstur Evrópustofu rennúr út í lok ágúst. Þar sem engar ráðstafanir hafa verið gerðar um framhald gæti Evrópustofa lokað í september. En nýtt útboðsferli hefði þurft að hefjast fyrir meira en hálfu ári til að því yrði lokið í haust. Þessu greinir RÚV frá.

Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Evrópustofu, segir í samtali við RÚV að þetta sé frágengið. Um áramótin var ljóst að ekki yrði framlengt. Hún segir að verið sé að undirbúa lokun stofunnar með því að smám saman draga úr kjarnaverkefnum.

Evrópustofa var opnuð í byrjun árs 2012 og hefur verið rekin með IPA-styrkjum frá Evrópusambandinu.