Fasteignaviðskipti hafa verið með líflegasta móti undanfarnar vikur, að sögn greiningardeildar Landsbankans.

?Velta á fasteignamarkaði hefur aldrei verið meiri og gildir þá einu hvort litið er til 12 vikna eða hálfs árs meðaltals,? segir greiningardeildin.

Hún segir að velta á fasteignamarkaði hafi aukist jafnt og þétt á árinu. ?Tólf vikna meðalvelta á fasteignamarkaði er nú 6.361 milljónir króna en til samanburðar var veltan um 4.220 milljónir króna fyrir ári síðan,? segir greiningardeildin.

Aukningin nær einnig til fjölda þinglýstra samninga. ?Tólf vikna meðaltal fjölda samninga er 258 og hefur ekki verið meira síðan snemma árs 2005 og hefur meðalfjöldi samninga aðeins verið meiri en nú í lok árs 2004 og byrjun 2005,? segir greiningardeildin.