Öðrum fjórðungi ársins lauk á föstudag en lækkanir einkenndu flesta hlutabréfamarkaði á fjórðungnum, segir greiningardeild Landsbankans.

?Af nágrannaþjóðunum lækkaði finnska úrvalsvísitalan mest eða 10% en sænska vísitalan lækkaði einnig umtalsvert eða 9,8%. Fjórðungurinn var sá versti fyrir ICEX15 frá fjórða fjórðungi 2004 en þetta er einungis annar fjórðungur af síðustu 16 þar sem lækkun á sér stað," segir greiningardeildin.


Mynd fengin frá Landsbankanum.

Misjafnt gengi fyrri hluta árs

Íslenska úrvalsvísitalan lækkaði um 1,2% ef litið er sex mánuði aftur í tímann. ?Noregur leiðir hækkanir af þeim löndum sem Ísland á helst viðskipti við en OBX vísitala Noregs hækkaði um 13,6% fyrri helmingi ársins. Hækkandi olíuverð er þar stór áhrifaþáttur en meðal annarra úrvalsvísitalna sem hækkuðu voru úrvalsvísitölur Finnlands og Þýskalands," segir greiningardeildin.

Danska vísitalan KFX hefur lækkað um 5,7% frá áramótum og japanska vísitalan Nikkie um 3,8%. "Lækkunin í Danmörku skýrist fyrst og fremst af mikilli lækkun AP Møller Mærsk," segir greiningardeildin.


Mynd fengin frá Landsbankanum.