Hlutabréfamarkaðir vestanhafs lækkuðu í dag í kjölfar þess að Wachovia Corp rak forstjóra sinn. Ástæða lækkunarinnar er þó ekki síst talin neikvæðar fregnir frá matsfyrirtækinu Standard & Poor's, en horfur fjármálafyrirtækja eru taldar versnandi. Bloomberg segir frá þessu.

S&P 500 lækkaði um 1,1%, Dow Jones um 1,1% og Nasdaq um 1,2%.

Gengi bréfa Wachovia, sem er eitt stærsta fjármálafyrirtæki heims mælt í eignum, náðu sínu lægsta verði frá árinu 1995. Morgan Stanley, Merill Lynch og Lehman Brothers lækkuðu einnig skarpt vegna umsagnar S&P.