Mark Karpeles, forstjóri fyrirtækisins MtGox, hefur verið handtekinn í Japan. MtGox var stærsti markaður heims með bitcoin rafmyntina, þar til rafmynt að andvirði um 50 milljarða króna hurfu úr gagnabönkum fyrirtækisins.

Karpeles er nú gefið að sök að hafa farið í tölvukerfi fyrirtækisins til að falsa upplýsingar um það hversu mikið af bitcoin rafmyntinni væri að finna í hirslum þess. Karpeles virðist ekki vera grunaður um að hafa stolið umræddri fjárhæð.

Lögmaður Karpeles segir hann sverja fyrir að hafa gert nokkuð ólöglegt.