Bílaumboðið Saga ehf., sem var eitt sinn umboðsaðili Fiat á Íslandi, hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Í lögbirtingablaðinu í dag segir að skiptum á búinu hafi verið lokið 22. Október. Engar greiðslur fengust upp í lýstar kröfur en kröfurnar námu liðlega 191 milljón króna.

Bílaumboðið Saga var meðal annars í eigu Guðmundar Ingvarssonar. Áður en hann eignaðist það fyrirtæki var hann einn af eigendum og framkvæmdastjóri bílaumboðsins Ingvars Helgasonar.