Gengi krónunnar verður lágt um töluverða hríð að mati Más Guðmundssonar, Seðlabankastjóra. Það er einkum flæði fjármagns vegna viðskiptajöfnuðar og afborgana af lánum sem ráða genginu. Inngrip Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði undanfarið miða ekki að því að verja ákveðið gengi krónunnar heldur að jafna flæði á gjaldeyrismarkaði og reyna að jafna sveiflurnar. Því sé ekki hægt að draga ályktanir um mat Seðlabankans um að einhverjum botni sé náð þegar hann hefur inngrip eða hættir þeim.

Út árið 2009 studdi Seðlabankinn við krónuna með inngripum á gjaldeyrisrmakaði, en hætti því svo. Frá miðju ári 2010 til ársloka 2012 var Seðlabankinn aðallega að kaupa gjaldeyri en ekki selja hann, fyrir utan inngripin í mars í fyrra. Síðan þá hefur bankinn þrisvar sinnum gripið inn í á gjaldeyrismarkaði, nú síðast á fimmtudag og föstudag í síðustu viku.