Póst- og fjarskiptastofnun hefur samþykkt beiðni Íslandspósts um 11% hækkun gjaldskrár fyrir bréf innan einkaréttar (0 - 50 gr). Fram kemur í frétt Póst- og fjarskiptastofnunnar segir: „Eins og undanfarin ár eru það fyrst og fremst tveir þættir sem hafa hvað mest áhrif til hækkunar á gjaldskrá innan einkaréttar.  Annars vegar hefur verið mikil og stöðug fækkun bréfasendinga eins og sést á súluritinu hér fyrir neðan. Hins vegar hefur launakostnaður félagsins aukist vegna kjarasamninga.

Eftir hækkunina nú verður póstburðargjald fyrir bréf sem eru 50 gr. eða léttari eftirfarandi:

  • A póstur: hækkar úr 175 kr. í 195 kr.
  • B póstur: hækkar úr 160 kr. í 180 kr.
  • AM (magnpóstur): hækkar úr 135 kr. í 150 kr.
  • BM (magnpóstur): hækkar úr 114 kr. í 126 kr.“

Hægt er að lesa ítarlegri fréttatilkynningu Póst- og fjarskiptastofnunnar um málið.