Verslanakeðjan Saks Fifth Avenue skilaði uppgjöri í dag eftir lokun markaða, en Baugur á hlut í félaginu og hefur lýst yfir áhuga á yfirtöku.

Í tilkynningu sagði að sala í þeim verslunum sem hefðu starfað í að minnsta kosti ár hefði aukist um 3,4% í ár, sem er umtalsvert betri árangur en sérfræðingar höfðu búist við. Samkvæmt meðaltalsspá sem Reuters tók saman var vænst 0,2% samdráttar.

Stjórnarformaður Saks sagði í tilkynningu að hægst hefði á vexti sölu í hraðvaxandi vöruflokkum á borð við herraföt, handtöskur og skóbúnaði. Forsvarsmenn Saks búast við lítillega minni hagnaði á yfirstandandi ári.

Hagnaður Saks á fjórða fjórðungi nam 39.5 milljónum dollara, en á sama tímibili í fyrra nam hagnaður 21.5 milljínum dollara. Sala á fjórðungnum nam tæplega milljarði dollara og jókst um 4,7%.