Salan hjá Harley-Davidson Inc. hefur gengið verr en búist var við. Félagið segir styrkingu dollarsins hafa umtalsverð áhrif.

Tekjur vegna sölu á mótorhjólum féllu til að mynda um 16% á fyrsta fjórðungi þessa árs og námu því 1,33 milljörðum dala. Greiningaraðilar höfðu þó spáð 1,35 milljarða dala sölu.

Félagið reynir nú að styrkja stöðu sína utan Bandaríkjanna, en það hefur þó gengið brösuglega að keppa við aðra framleiðendur.

John Olin, fjármálastjóri Harley-Davidson, telur að styrking dollarsins geti skert hagnað félagsins um allt að 10 milljarða á árinu.

Gengi bréfa í Harley Davidson hefur fallið um rúm 4% það sem af er degi.