Hlutabréfavísitölur í Asíu lækkuðu skarpt í dag.  Kínverska vísitalan lækkaði um 7,7% japanska vísitalan Nikkei 225 lækkaði um 6,5% og Singapore Straits Times vísitalan, sem mælir þróun hlutabréfa í Singapúr, lækkaði um 4,5%, samkvæmt upplýsingum frá Bloomberg.

Lækkunin kemur í kjölfar þess að rekstraráætlanir frá News Corp og Isuzu Motors bentu enn frekar til, til viðbótar við þær upplýsingar sem áður lágu fyrir, samdráttarskeiðs í alþjóða hagkerfinu, samkvæmt frétt Bloomberg.

Hlutabréfavísitölur í Asíu höfðu fram að þessu hækkað þrjá daga í röð.