*

mánudagur, 2. ágúst 2021
Innlent 7. febrúar 2006 11:04

Icelandair samþykkir að kaupa vélar af Rolls-Royce

listaverð rúmir 40 milljarðar

Ritstjórn

Icelandair hefur samþykkt að kaupa Rolls-Royce Trent 1000 vélar í nýjar Boeing 787 Dreamliners-flugvélar félagsins, segir í tilkynningu frá Rolls-Royce.

Pöntunin, sem metin er á allt að 41,2 milljarða á listaverði, er fyrir vélar í tvær flugvélar og að auki fær Icelandair kauprétt á fimm vélum. Einnig fylgir ævilangur viðhaldssamningur.

Rolls-Royce mun afhenda vélarnar í ársbyrjun 2010.