Ítalska ríkisstjórnin íhugar að greiða 100 milljónir evra (7,4 milljarðar íslenskra króna) til flugrekstrarfélaga í landinu, sem eiga undir högg að sækja um þessar mundir vegna hækkandi olíuverðs, segir talsmaður ríkistjórnarinnar.

Meirihluti upphæðarinnar mun renna til Alitalia, sem er að mestu í eigu ríkisins, segir Mario Tassone, aðstoðarsamgöngumálaráðherra Ítalíu.
?Við erum að ræða um 100 milljónir (evra), en um 80 milljónir munu renna til Alitalia," sagði Tassone á blaðamannafundi í dag.

Málið verður rætt á ríkisstjórnarfundi í vikunni, bætti hann við.