*

laugardagur, 20. júlí 2019
Erlent 21. maí 2019 10:55

Jamie Oliver keðjan farin í þrot

Veitingahúsakeðja sjónvarpskokksins vinsæla Jamie Oliver er farin í þrot.

Ritstjórn
Sjónvarpskokkurinn vinsæli Jamie Oliver.

Veitingahúsakeðja sjónvarpskokksins vinsæla Jamie Oliver er farin í þrot. Um 1.300 störf eru í hættu í kjölfar þrotsins.  kemur fram í fréttavef BBC.  Keðjan Jamie's Italian hefur nú þegar fengið KPMG til að sjá um gjaldþrotaskipti félagsins. Keðjan hafði áður átt í töluverðum rekstrarerfiðleikum líkt og Viðskiptablaðið fjallaði um í febrúar á síðasta ári. 

Jamie Oliver sagði í samtali við BBC að hann skilji vel að gjaldþrotið muni reynast starfsfólki staðarins erfitt. Hann vildi jafnframt þakka öllum þeim viðskiptavinum staðarins sem hafa í gegnum tíðina borðað á staðnum. 

Jamie Oliver stofnaði Jamie´s Italian árið 2008 með það að markmiði að bæta veitingahúsamenninguna í Bretlandi. Hann segist ánægður með að það ætlunarverk hafi tekist. 

Gjaldþrotið mun aðeins hafa áhrif á veitingastaðina í Bretlandi og munu aðrir staðir halda sínu striki.

Stikkorð: gjaldþrot Jamie Oliver