*

laugardagur, 16. október 2021
Innlent 22. september 2017 10:06

Kaupmáttur dregst saman

Á sama tíma og launavísitalan heldur áfram að hækka, hefur kaupmáttur dregist saman frá því í vor en stendur nú í stað.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Í ágústmánuði hækkaði launavísitalan um 0,2% frá fyrri mánuði, en síðastliðna tólf mánuði hefur hækkunin numið 7,2%. Hins vegar var óveruleg minnkun á kaupmætti en hann fór úr 144,5 stigum niður í 144,4 stig milli mánaða að því er Hagstofan greinir frá.

Vísitala kaupmáttar hefur hins vegar hækkað um 5,3% síðustu tólf mánuði, en hún byggir á launavísitölu og vísitölu neysluverðs, þannig að kaupmáttur eykst ef laun hækka umfram verðlag og svo öfugt.