Danska fasteignafélagið Keops, sem Baugur á 29% hlut í, hefur gengið frá sölu á fasteignum í Svíþjóð fyrir 2730 milljónir sænkra króna eða semsvarar til rúmlega 26 milljörðum íslenskra, segir í frétt vefútgáfu danska viðskiptablaðsins Børsen.

Fasteignirnar sem um ræðir voru keyptar frá því í maí árið 2004 til janúar árið 2006 eru staðsettar í Nordköping, Malmø, Kalmar og Karlskrona.

Félagið gerir ráð fyrir að hagnaður félagsins fyrir skatta á árinu 2007 verði á bilinu 500-700 milljónir danskra króna, eða semsvarar til 5,9 til 8,3 milljarðar íslenskra króna.

Bréf félagsins höfðu hækkað um 4,5% í morgun í kjölfar frétta um sölu félagsins á fasteignunum.