„Það er fjármögnunarvandinn sem er að drepa alla. Þessi ríkisstjórn hlýtur að vera búin að frétta það, ég trúi ekki öðru. Ef hún ætlar hins vegar að halda svona áfram og loka öllu á landinu, þá gengur það vissulega vel. Það er ekkert farið að gera enn til að laga stöðuna,” segir Sævar Óli Hjörvarsson, einn af eigendum KNH verktaka á Ísafirði í Viðskiptablaðinu í dag.

„Ef ekkert verður gert þá verða öll fyrirtæki búin að loka á næsta ári og allir komnir á atvinnuleysisbætur. Ef menn ætla bara að hugsa um Icesave, þá geta þeir alveg eins sagt starfi sínu lausu og farið. Þeir hafa ekkert að gera hér eftir tvö ár ef af þessu verður."