Dýpkunarskipið Perlan var kölluð út í síðustu viku til dýpkunar á Landeyjahöfn en hafnarmynnið lokaðist um fyrri helgi vegna sandburðar. Varð Herjólfur að hætta siglingum þangað eftir að hafa tekið harkalega niðri í tvígang.

Verkfræðingar velta nú fyrir sér lausn á málinu sem horfir í að verða mikil peningahít í rekstri og kostnaðaráætlun vegna sanddælinga úr höfninni mun ekki standast.

Ef höfnin virkaði sem skyldi er ljóst að höfuðkostur hennar er nálægðin við Vestmannaeyjar. Á einum og hálfum mánuði frá opnun höfðu t.d. um 70 þúsund manns tekið sér far frá Landeyjahöfn til Eyja með Herjólfi sem er um 170% aukning frá sama tíma í fyrra þegar siglt var frá Þorlákshöfn.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .