Meðallestur á öll þrjú dagblöðin drógst saman í október, samkvæmt niðurstöðu fjölmiðlakönnunar Capacent. Í annað skiptið í röð er meðallestur Morgunblaðsins undir 50% og drógst saman frá september til nóvember úr 49,6% í 46,3%.

Meðallestur á Fréttablaðið drógst einnig saman á milli september og nóvember - fór úr 68,9% í 66,2%. Lestur á Blaðið, sem jókst lesturinn töluvert í september, minnkaði hins vegar í nóvember í 43,9% úr 45,6%.

Fréttablaðið er með yfirburðastöðu í öllum aldurshópum og meðal karla og kvenna. Aðeins í aldurshópnum 60-90 ára nær Morgunblaðið að slaga upp í lestur Fréttablaðsins eða 71,4% á móti 76,2%. Aðeins munar 0,6%-stigum á meðallesti Morgunblaðsins og Blaðsins meðal karla. Lestur á Blaðið meðal fólks 30 til 39 ára er meiri en á Morgunblaðið.

Í aldurshópnum 20-39 er meðallestur á Fréttablaðið rúmlega tvöfalt meiri en á Morgunblaðið.

Meðallestur á Blaðið á höfuðborgarsvæðinu er jafn lestri á Morgunblaðið og litlu minni á suðvesturhorninu. Lestur á Fréttablaðið mældist að meðaltali nær 71% á höfuðborgarsvæðinu og örlítið meira á suðvesturhorninu.