Danski skiparisinn AP Møller-Maersk gerir ráð fyrir því að hagnaður félagsins muni taka dýfu í ár. Maersk gerir ráð fyrir að eftirspurn eftir gámaflutningum á heimsvísu muni allt frá því aukast um 0,5% eða dragast saman um 2,5% á milli ára. Hlutabréf Maersk hafa fallið um 1% í dag.

Maersk, nærst stærsta gámaflutningafélag heims, gerir ráð fyrir að undirliggjandi rekstrarhagnaður (EBIT) í ár verði um 2-5 milljarðar dala samanborið við 31 milljarð dala í fyrra. Tekjur Maersk jukust um þriðjung í fyrra og námu 82 milljörðum dala.

Undirliggjandi rekstrarhagnaður Maersk á fjórða ársfjórðungi 2022 var um 5,1 milljarðar dala þrátt fyrir að fraktverð hafi færst í átt til eðlilegra horfs á ný eftir miklar hækkanir vegna raskana á aðfangakeðjum í Covid-faraldrinum.

„Við erum að sjá leiðréttingu eiga sér stað. Það felur í sér nokkrar nýjar áskoranir,“ hefur Financial Times eftir Vincent Clarc, sem tók nýlega við stöðu forstjóra Mersk.

Hann sagði að breytingar í flutningum stafi fremur af leiðréttingu á birgðastöðu félaga heldur en breyttum hagvaxtarhorfum. Viðskiptavinir, þar á meðal stærstu smásölufyrirtæki heims, hafi pantað of mikið inn vegna tafa á afhendingu og annarra truflana á undanförnum árum.

„Þegar þessi stífla brestur, þá færðu fleiri vörur inn, vöruhúsin þín fyllast og birgðastaða blæs út.“

Úr ársskýrslu Maersk.