Hagnaður Samsung Electronics, Suður-kóreska tækjaframleiðandans, nam um 5,9 milljörðum dollara á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Um er að ræða methagnað á einum ársfjórðungi hjá félaginu. Helsti drifkraftur hagnaðarins er sala á Galaxy snjallsímum sem hefur gengið afar vel.

Uppgjör Samsung birtist á sama tíma og helsti keppinauturinn á markaði snjallsíma, Apple, tilkynnti um afkomu sem var undir væntingum.