Norskir dómstólar úrskurðuðu á fimmtudag að eigendur þriggja spænskra togara, sem tekin voru við ólöglegar veiðar á Svalbarða í byrjun júlí, yrðu að greiða 338 milljónir króna til að fá skipin leyst út, segir í frétt Dow Jones.

Lögmaður eigenda spænsku skipana segir að fimm meðlimir norsku strandgæslunnar megi vænta ákæra fyrir frelsissviptingu, ólöglega eignatöku og ólöglega leit, en Spánverjar líta á Svalbarða sem alþjóðlega lögsögu, segir í fréttinni.

Noregur hefur lengi átt í deilum við Ísland og Rússland vegna veiða á Svalbarða.